Screenshots

Description

Í Sjónvarp Símans appinu getur þú notað Sjónvarp Símans Premium, horft á dagskrá sjónvarpsstöðva, notað Tímaflakk, séð kvikmyndir, barnaefni, sjónvarpsþætti og horft á Frelsi sjónvarpsstöðvanna í iPhone og iPad. Ekki er hægt að leigja efni beint úr tækjum með iOS stýrikerfi en hægt er að spila efni sem nú þegar er í leigu í gegnum Sjónvarp Símans og auk þess er hægt að horfa á allt efni sem er á 0 kr. í Sjónvarpi Símans.

Til að nota appið þarft þú að vera með áskrift að Sjónvarpi Símans, eða vera farsímanotandi hjá Símanum. Til að geta fullnýtt sjónvarpsáskrift þína notar þú innskráningu fyrir myndlykil og parar þar með tækið þitt við þá áskrift sem er á myndlykli. Í innskráningarferlinu færðu nánari leiðbeiningar um það hvernig þú parar appið við myndlykil Sjónvarps Símans. Hægt er að skrá allt að fimm snjalltæki á hverja sjónvarpsáskrift en aðeins eitt tæki getur spilað í einu.

Ef þú ert farsímanotandi hjá Símanum getur þú notað innskráningu fyrir farsíma og fengið aðgang að Þættir í símann sem er valið úrval af sjónvarpsþáttum úr Sjónvarp Símans Premium.
Einnig er hægt að prófa fríútgáfu af appinu með takmörkuðum eiginleikum.

Appið er hægt að nota á öllum internettengingum innanlands, WiFi, 3G og 4G. Ef horft er á efni yfir farsímakerfi (3G eða 4G) nýtir það innifalið gagnamagn á sama hátt og aðrar veitur sem bjóða upp á áhorf í snjalltækjum.

Mánaðargjald fyrir notkun apps tengt við sjónvarpsáskrift er 500 krónur fyrir allt að fimm handtæki.

What’s New

Version 2.2.8

- Tímahopp um 10 sekúndur hoppar nú um 10 sekúndur en ekki 100 (ekki sofna í stærðfræði krakkar).
- Nú er hægt að uppfæra/breyta aldurstakmörkunum og PIN stillingum.
- Böggur þar sem appið varð áttavillt eftir að hafa spilað síðasta þátt í seríu lagaður.
- Lagfæring á skiptingu milli tímaflakks viðburða, nú ætti ekki að vanta brot úr efni milli viðburða.
- Vonandi fleiri lagfæringar en annað.
- Appið hefur ekki farið erlendis og er því 100% COVID-19 frítt.

Ratings and Reviews

2.4 out of 5
14 Ratings

14 Ratings

Kári73 ,

Kári

In many ways it's an excellent app. The biggest downside is the fact you cannot use it with Apple TV4.

eyesland ,

Misheppnuð uppfærsla

Eftir uppfærslu 2.1.0 er appið ónothæft. Nú kemur alltaf einhver borði yfir myndina ef maður snýr símanum á hlið og skjástillingarnar eru fínasta furða. En það eru svo sem smáatriði miðað við að það slökknar alltaf á skjánum eftir smá stund í notkun. Sem gæti verið í lagi þegar appið er eingöngu á hljóðstillingu... ef það slökknaði ekki á hljóðinu líka. Hæfæv!

Developer Response ,

Sæl/l eyesland,

Það er komin ný uppfærsla 2.1.1 sem vonandi lagar ýmsa vankanta á sjónvarpsspilaranum.

Endilega heyrðu samt í okkur í 8007000 eða á netspjallinu á www.siminn.is eftir jólin og segðu okkur betur frá þessu svo að hægt sé að skoða málið betur, það ætti ekki að slökkva á skjánum þegar appið er í notkun.

Kveðja,
Síminn

Svanur ,

Galla gripur

Virkar illa.
Núna er bara hljóð engin mynd
Skjárinn snýst 180gráður ???
Ónothæft..

Developer Response ,

Sæll Svanur,

Leiðinlegt að heyra að upplifun þín sé ekki nægilega góð.

Vandamál með svartan skjá á eldri ios tækjum hefur verið lagfært í nýjustu útgáfu.

Endilega heyrðu í okkur í 8007000 eða í netspjalli á www.siminn.is og við reynum að bæta málið.

Kveðja,
Síminn

Information

Seller
Siminn hf
Size
97.2 MB
Compatibility

Requires iOS 10.0 or later. Compatible with iPhone, iPad, and iPod touch.

Languages

English

Age Rating
12+
Infrequent/Mild Mature/Suggestive Themes
Infrequent/Mild Cartoon or Fantasy Violence
Infrequent/Mild Realistic Violence
Infrequent/Mild Alcohol, Tobacco, or Drug Use or References
Infrequent/Mild Profanity or Crude Humor
Infrequent/Mild Sexual Content and Nudity
Infrequent/Mild Simulated Gambling
Infrequent/Mild Horror/Fear Themes
Copyright
Price
Free

Supports

  • Family Sharing

    With Family Sharing set up, up to six family members can use this app.

More By This Developer

You May Also Like