Orðagull 4+

Rosamosi ehf.

    • Bezplatné

Snímky obrazovky

Popis

Smáforritið Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Gengið er út frá því að smáforritið henti elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum, sem og nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál.

Höfundar eru Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun, og Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Skrifstofu fræðslu og frístundasviðs Hafnarfjarðar. Teikningar eru unnar af Búa Kristjánssyni og Margrét Júlíana Sigurðardóttir sá um upplestur. Tölvuleikjafyrirtækið Rosamosi vann alla hugbúnaðarvinnu. Smáforritið er enn sem komið er eingöngu til á íslensku.
Leitast er við að virkja áhuga nemenda með því að gera námsefnið skemmtilegt og áhugavert. Þannig eru nýtt þau tækifæri sem felast í smáforritum til að viðhalda áhuga nemenda og styrkja þá grunnþætti náms sem nefndir voru hér að framan. Þrátt fyrir að forritið sé í grunninn hugsað sem málörvunarefni er einnig mögulegt að nota það til lestrarþjálfunar og sem skemmtilega afþreyingu.
Í gegnum skráningarkerfi forritsins er foreldrum og kennurum gert kleift að meta árangur og fylgjast með framförum. Einnig er mögulegt að nemendur geti sjálfir fylgst með eigin framförum. Í byrjun verður hægt að nálgast forritið án endurgjalds hjá App Store.

Möguleikar sem forritið býður upp á:

Að hlusta á og fara eftir heyrnrænum fyrirmælum
Muna og endurtaka fyrirmæli
Já og nei spurningar
Orðaforði
Orðalestur
Lesskilningur
Hlustunarskilningur

Novinky

Verze 3.0.1

Minniháttar lagfæringar og betrumbætingar.

Ochrana soukromí v aplikaci

Vývojářská společnost Rosamosi ehf. nesdělila společnosti Apple podrobnosti o svých opatřeních na ochranu soukromí a o nakládání s daty. Další informace najdete v zásadách ochrany osobních údajů poskytnutých vývojářskou společností.

Podrobnosti nebyly poskytnuty

K doplnění podrobných informací o ochraně soukromí bude vývojářská společnost vyzvána při zveřejnění příští aktualizace pro tuto aplikaci.

Více od této vývojářské společnosti

Mussila Music
Vzdělávání
Dadi Karaoke
Hry
Mussila Wordplay
Vzdělávání
Mussila Sticker Pack
Nálepky
Orðalykill
Vzdělávání

Také by se vám mohlo líbit

Georg og leikirnir
Vzdělávání
Georg og félagar
Vzdělávání
Kennsluappið
Vzdělávání
Evolytes
Vzdělávání
SmáUglan
Manuály
Já.is
Manuály