Sögusteinninn leikjabók 4+

Gebo Kano ehf.

Conçu pour iPad

    • Gratuit

Captures d’écran d’iPad

Description

Sögusteinninn er frábær viðbót á íslenskum bóka- og smáforritamarkaði. Um er að ræða spennandi, fróðlega og gagnvirka leikjabók og hljóðbók fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.

Lekjabókin var styrkt af eftirtöldum aðilum:
• Menningarstyrkur tengdur nafni Jóhannesar Nordal
• Þróunarsjóður námsgagna

Leikjabókin skiptist í 11 myndskreytta kafla sem í senn er hægt að lesa og hlusta á. Í hverjum kafla er leikjaþraut tengd sögunni sem gerir lesanda kleift að vera þátttakandi í söguþræðinum.
Auk þess að vera kjörið lesefni fyrir börn veitir leikjabókin innsýn í íslenskan þjóðmenningararf.

Sagan fjallar um krakkana Helenu og Unnar sem búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Þegar álfurinn Gjúki þarfnast aðstoðar þeirra dragast þau inn í Hulduheim og lenda í æsispennandi ævintýrum. Vættirnar í Hulduheimi lifa eins og Íslendingar gerðu fyrr á öldum. Í gegnum söguna kynnist lesandi því bæði þjóðsagnaarfinum og lifnaðarháttum Íslendinga áður fyrr

Sögusteinninn er hörkupspennandi og skemmtileg saga sem má lesa sér til afþreyingar en hún nýtist einnig í skólastarfi fyrir nemendur í 3. – 5. bekk.

Efni bókarinnar tengist eftirfarandi hæfniviðmiðum úr aðalnámskrá Grunnskóla. Að nemendur geti:

Íslenska
• nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi,
• valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings,
• lesið ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum,
• aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi,
• valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju.

Samfélagsfræði
• bent á tengsl valinna þátta í samfélagi, náttúru, trú og lífsviðhorfi, einkum í nærsamfélaginu,
• nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar,
• sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði á Íslandi,
• aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum.
• rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi,
• bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi,
• komið auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga,
• sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú,
• bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum,

Upplýsingatækni
• nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni,

Textílmennt
• sagt frá íslensku hráefni og unnið með það á einfaldan hátt,


Heimilisfræði
• tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald, helstu hátíðir Íslendinga, siði sem þeim fylgja og þjóðlegan mat.


Í kennsluleiðbeiningum er að finna hugmyndir að umræðuefni og verkefnahugmyndir til að nota með efni bókarinnar. Þau verkefni tengjast mörg fleiri hæfniviðmiðum sem eru talin upp í kennsluleiðbeiningunum. Kennsluleiðbeiningarnar er að finna á eftirfarandi slóð:
http://gebokano.com/Sogusteinninn/TilKennara.pdf

Confidentialité de l’app

Le développeur Gebo Kano ehf. n’a fourni aucune information à Apple concernant ses pratiques en matière de confidentialité et de traitement des données. Pour en savoir plus, consultez la politique de confidentialité du développeur.

Aucune information fournie

Le développeur devra fournir des informations quant à la confidentialité des données au moment de soumettre la prochaine mise à jour de son app.

Du même développeur

Vous aimerez peut-être aussi

Lestrarapp
Éducation
Reiknum hraðar
Éducation
Kennsluappið
Éducation
Evolytes
Éducation
Lesum hraðar
Éducation
Georg og leikirnir
Éducation