Galdrabúðin 4+
Stærðfræðileikur og búðahermir
Gebo Kano ehf.
Designed for iPad
-
- Rs 1,300.00
iPad Screenshots
Description
Galdrabúðin er stærðfræðileikur sem hentar börnum sem eru farin eða að byrja að leggja saman yfir 100. Höfundur efnisins er grunnskólakennari og tekur það mið af stærðfræðikennslu í 3. bekk. Efnið var unnið með hæfniviðmið aðalnámskrár í huga.
Umsagnir um erlenda útgáfu:
––––––––
Best Apps For Kids: 4.7/5 Stars and on 5-Star apps list
"Magic Store Math is a magical app that helps kids learn to add bigger numbers."
––––––––
The iPhone Mom: 5/5 Stars
"I’d highly recommend Magic Store Math to any family. Buy it today and watch the magic begin for yourselves!"
––––––––
Í forritinu eru engar auglýsingar eða faldar leiðir til að eyða peningum. Vísanir í önnur forrit frá Gebo Kano eru á bakvið foreldrahlið þar sem leysa þarf margföldunardæmi til að komast áfram.
LÝSING
Með Galdrabúðinni fær leikmaður þjálfun í samlagningu og frádrætti í gegnum skemmtilegan og fallega myndskreyttan búðarhermi. Leikmaður stjórnar búðareigandanum og sér um að afgreiða viðskiptavinina.
Viðskiptavinurinn biður um hinar ýmsu furðulegu galdravörur sem leikmaðurinn sér um að afhenda og reikna út hvað þær kosta samtals. Leikmaður tekur síðan við greiðslu og gefur til baka þegar við á.
Leiknum er skipt í 15 vikur eða stig en leikurinn verður erfiðari eftir því sem á líður.
DÆMAHÖNNUN
Slembiúrtak ákvarðar verð á vörunum og hvaða vörur viðskiptavinirnir biðja um. Þannig verða dæmin fjölbreytileg og hægt að spila sömu borð aftur og aftur án þess að vita hvers konar dæmi koma. Passað er uppá erfiðleikastig og stígandi í leiknum sé eðlilegt og því er slembiúrtakið ekki alveg frjálst heldur innan ákveðins ramma sem er hannaður fyrir hvert borð. Til að auka fjölbreytileikann enn meir er breytt um verð á vörunum á hverjum degi.
ERFIÐLEIKASTIG
Leikurinn verður erfiðari eftir því sem á líður og hver vika er í raun nýtt erfiðleikastig.
Í upphafi er t.d. aðeins unnið með tugi, vörurnar kosta aldrei meira en 100 krónur og viðskiptavinirnir kaupa aðeins tvær vörur í einu. Á síðustu vikunum geta vörurnar hinsvegar kostað nokkur hundruð og viðskiptavinirnir kaupa allt upp í sex hluti.
Í byrjun þarf að leggja saman tölur upp í 100 en það bætist smátt og smátt við erfiðleikastigið og í lokin þarf að leggja saman tölur upp í 1000.
REIKNIAÐFERÐIR
Leikmaður getur notað hvaða reikniaðferðir sem hann kýs.
Alltaf er hægt að reikna upphæðirnar í huganum og skrá svar beint inn í svarsvæði.
Auk þess bíður leikurinn upp á að finna svarið á hlutbundinn hátt. Til þess er hægt að opna sérstakt reikniborð í þar sem verðin á vörunum eru sýnd sem peningar. Þar getur leikmaður raðað saman peningum af sömu tegund til að eiga auðveldara með að telja þá.
Í þessu reikniborði eru einnig sérstök sameiningar og skiptisvæði.
Ef peningur er dreginn á skiptisvæðið þá skiptist hann í minni peningaeiningar, 10 kr. peningur skiptist þannig í tvo 5 kr. peninga og 5 kr. peningur í fimm 1 kr. peninga.
Ef nógu margir peningar eru dregnir á sameiningarsvæðið þá sameinast þeir í stærri peningaeiningu. Tveir 50 kr. peningar breytast þannig í einn 100 kr. pening og fimm 1 kr. peningar breytast í einn 5 kr. pening.
MAT/VERÐLAUNAKERFI
Í sérstakri viðurkenningamynd er hægt að sjá hvernig leikmanni gekk í hverri viku. Skráð er niður tími og fjöldi villa. Tíminn og villufjöldinn sem birtist er heildartími og heildarvillufjöldi fyrir vikuna.
Gefnar eru 1-3 stjörnur í lok hverrar viku eftir því hvernig gekk. Til að ná þremur stjörnum þarf leikmaður að ljúka vikunni innan ákveðins tíma og ekki hafa gert neina villu. Tímaviðmiðin fyrir hverja viku eru ekki eins þar sem dæmin eru erfiðari eftir því sem líður á leikinn.
Í byrjun leiks eru eingöngu átta hlutir til sölu í Galdrabúðinni. Þegar leikmaður líkur viku þá fær hann að velja sér einn til þrjá nýja hluti til að bæta í búðina sína. Það fer eftir stjörnufjölda hve marga hluti má velja.
Alltaf er hægt að spila vikuna aftur til að reyna að bæta sig.
-------------
Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð Galdrabúðarinnar.
What’s New
Version 1.06
Minor update to keep up with iOS changes.
App Privacy
The developer, Gebo Kano ehf., has not provided details about its privacy practices and handling of data to Apple. For more information, see the developer’s privacy policy.
No Details Provided
The developer will be required to provide privacy details when they submit their next app update.
Information
- Provider
- Gebo Kano ehf.
- Size
- 73.6 MB
- Category
- Education
- Compatibility
-
- iPad
- Requires iPadOS 9.0 or later.
- Mac
- Requires macOS 11.0 or later and a Mac with Apple M1 chip or later.
- Languages
-
English, Icelandic
- Age Rating
- 4+, Made for Ages 9 to 11
- Copyright
- © 2016 Gebo Kano ehf
- Price
- Rs 1,300.00
Supports
-
Family Sharing
Up to six family members can use this app with Family Sharing enabled.