Orðagull

Education

Free

Smáforritið Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Gengið er út frá því að smáforritið henti elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum, sem og nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Höfundar eru Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun, og Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Skrifstofu fræðslu og frístundasviðs Hafnarfjarðar. Teikningar eru unnar af Búa Kristjánssyni og Margrét Júlíana Sigurðardóttir sá um upplestur. Tölvuleikjafyrirtækið Rosamosi vann alla hugbúnaðarvinnu. Smáforritið er enn sem komið er eingöngu til á íslensku. Leitast er við að virkja áhuga nemenda með því að gera námsefnið skemmtilegt og áhugavert. Þannig eru nýtt þau tækifæri sem felast í smáforritum til að viðhalda áhuga nemenda og styrkja þá grunnþætti náms sem nefndir voru hér að framan. Þrátt fyrir að forritið sé í grunninn hugsað sem málörvunarefni er einnig mögulegt að nota það til lestrarþjálfunar og sem skemmtilega afþreyingu. Í gegnum skráningarkerfi forritsins er foreldrum og kennurum gert kleift að meta árangur og fylgjast með framförum. Einnig er mögulegt að nemendur geti sjálfir fylgst með eigin framförum. Í byrjun verður hægt að nálgast forritið án endurgjalds hjá App Store. Möguleikar sem forritið býður upp á: Að hlusta á og fara eftir heyrnrænum fyrirmælum Muna og endurtaka fyrirmæli Já og nei spurningar Orðaforði Orðalestur Lesskilningur Hlustunarskilningur

  • 4.8
    out of 5
    4 Ratings

Smá lagfæringar.

The developer, Rosamosi ehf., indicated that the app’s privacy practices may include handling of data as described below. For more information, see the developer’s privacy policy .

  • Data Not Linked to You

    The following data may be collected but it is not linked to your identity:

    • Usage Data
    • Diagnostics

Privacy practices may vary, for example, based on the features you use or your age. Learn More

The developer has not yet indicated which accessibility features this app supports. Learn More

  • Seller
    • Rosamosi ehf.
  • Size
    • 294.6 MB
  • Category
    • Education
  • Compatibility
    Requires iOS 13.0 or later.
    • iPhone
      Requires iOS 13.0 or later.
    • iPad
      Requires iPadOS 13.0 or later.
    • iPod touch
      Requires iOS 13.0 or later.
  • Languages
    • English
  • Age Rating
    4+
  • Copyright
    • © Rosamosi ehf.