Screenshots

Description

Í Sjónvarp Símans appinu getur þú notað Sjónvarp Símans Premium, horft á dagskrá sjónvarpsstöðva, notað Tímaflakk, séð kvikmyndir, barnaefni, sjónvarpsþætti og horft á Frelsi sjónvarpsstöðvanna í iPhone og iPad. Ekki er hægt að leigja efni beint úr tækjum með iOS stýrikerfi en hægt er að spila efni sem nú þegar er í leigu í gegnum Sjónvarp Símans og auk þess er hægt að horfa á allt efni sem er á 0 kr. í Sjónvarpi Símans.

Til að nota appið þarft þú að vera með áskrift að Sjónvarpi Símans, eða vera farsímanotandi hjá Símanum. Til að geta fullnýtt sjónvarpsáskrift þína notar þú innskráningu fyrir myndlykil og parar þar með tækið þitt við þá áskrift sem er á myndlykli. Í innskráningarferlinu færðu nánari leiðbeiningar um það hvernig þú parar appið við myndlykil Sjónvarps Símans. Hægt er að skrá allt að fimm snjalltæki á hverja sjónvarpsáskrift en aðeins eitt tæki getur spilað í einu.

Ef þú ert farsímanotandi hjá Símanum getur þú notað innskráningu fyrir farsíma og fengið aðgang að Þættir í símann sem er valið úrval af sjónvarpsþáttum úr Sjónvarp Símans Premium.
Einnig er hægt að prófa fríútgáfu af appinu með takmörkuðum eiginleikum.

Appið er hægt að nota á öllum internettengingum innanlands, WiFi, 3G og 4G. Ef horft er á efni yfir farsímakerfi (3G eða 4G) nýtir það innifalið gagnamagn á sama hátt og aðrar veitur sem bjóða upp á áhorf í snjalltækjum.

Mánaðargjald fyrir notkun apps tengt við sjónvarpsáskrift er 500 krónur fyrir allt að fimm handtæki.

What’s New

Version 2.2.1

- Almennar endurbætur
- Núna er hægt að læsa sjónvarpsafspilun í "landslags" stillingu með því að ýta á [ ] merkið.
- Í stað almennra myndgæða stillinga er núna hægt að velja nákvæm myndstraumsgæði á meðan afspilun stendur.
- Appið ætti nú að virða val notanda á gagnanotkun.
- Valmöguleikar í innskráningu gerðir skýrari.
- Ef þú last alla leið hingað, þá þykir okkur ótrúlega vænt um þig!

Ratings and Reviews

2.6 out of 5
82 Ratings

82 Ratings

the chiroptera ,

Er ekki hægt að ýta á play takkan til að pása (pause) þátt.

Allt í einu er ekki hægt að ýta á play takkann og pása þátt. Hann heldur bara áfram.

Developer Response ,

Sæl/l,

Við biðjumst innilegrar afsökunar á pásumálinu mikla, þetta er lagfært í nýjustu útgáfu, 2.0.8.

Endilega náðu í hana og vandamálið ætti að vera úr sögunni!

Kveðja,
Síminn

Sjónvarps Gagnrýnandinn ,

5/5 - Engin vandamál

Frábært app!

- Stuðningur við iOS (AppleTV)
- Notendavænt og hnökralaust viðmót
- Góð gæði
- Fjölbreytt úrval

Það sést að forritunarteymið hjá Símanum hafi lagt gríðarlega mikla vinnu í appið til að gera notendum kleift að nálgast sjónvarpsefni auðveldlega í hæstu mögulegum gæðum.

Endilega haldið áfram að gera góða hluti!

ElRusso91 ,

Ljótt framkoma

Ég er er með Stöð 2 gegnum Símann.
Þegar ég hætti með sjónvarps premium þjónustuna mína hjá Símanum, þá lokuðu þau Stoð 2 HD stöðvar í sjónvarps Appinu Símanns. Og þegar maður horfði stoð 2 sport ( ekki HD) þá var bein utsendingin 2 mínutum eftir á í Aðpinu. ! Hræðilegt!!! Hringdi í þjónustuver. Typisk svar prófaðu að eyða og sækja appið uppá nýtt.

Developer Response ,

Sæl/l,

Þetta er ekki gott að heyra. Það ættu ekki að hafa dottið út rásir hjá þér við það að segja upp Premium, ekki nema að þú hafir sagt upp allri sjónvarpsþjónustu hjá okkur.

Það er eðlilegt að bein útsending í appinu sé eitthvað á eftir útsendingu í myndlyklinum hinsvegar þar sem það tekur eilítið lengri tíma fyrir myndefnið að berast.

Endilega heyrðu aftur í okkur í 8007000 og við reynum að bæta málið.

Kveðja,
Síminn

Information

Provider
Siminn hf
Size
95.2 MB
Category
Entertainment
Compatibility

Requires iOS 9.0 or later. Compatible with iPhone, iPad and iPod touch.

Languages

English

Age Rating
12+
Infrequent/Mild Realistic Violence
Infrequent/Mild Mature/Suggestive Themes
Infrequent/Mild Cartoon or Fantasy Violence
Infrequent/Mild Alcohol, Tobacco, or Drug Use or References
Infrequent/Mild Simulated Gambling
Infrequent/Mild Horror/Fear Themes
Infrequent/Mild Sexual Content and Nudity
Infrequent/Mild Profanity or Crude Humour
Copyright
Price
Free

Supports

  • Family Sharing

    Up to six family members will be able to use this app with Family Sharing enabled.

More By This Developer

You May Also Like